

12 vikna mótun: Styrkur og brennsla
12 vikna áskorun sem tryggir að þú munir auka styrk, úthald og vellíðan.
12 vikna mótun: Styrkur og brennsla er sérstaklega hannað fyrir konur sem vilja auka styrk, úthald og vellíðan með einföldum og áhrifaríkum aðferðum.
Engin skuldbinding. 100% endurgreiðsla ef þú nærð ekki árangri.
Náðu varanlegum árangri og komdu í veg fyrir stöðnun.
Með þessu prógrammi sérðu raunverulegar breytingar, bæði á líkamlegu formi og styrk. Æfinga- og næringar planið byggir á vísindalegum grunni og er einstaklingsmiðað sem tryggir sjáanlegan árangur til lengri tíma.
Þróaðu heilbrigðara samband með mat
Ég skoða neysluhegðun þína til að sjá hvar þú getur gert litlar, áhrifaríkar breytingar sem virka fyrir þig, án þess að þú þurfir að fórna öllu sem þú nýtur í mataræði þínu.
Þjálfari með reynslu og þekkingu.
Ég hef víðtæka reynslu sem þjálfari og B.Sc. menntun í íþrótta- og heilsufræði, og hef ég sett saman prógram sem er bæði áhrifaríkt og skýrt, svo þú getur einbeitt þér alfarið að æfingunum og treyst á að þær leiði til árangurs.


Ókosturinn við mörg prógröm
Mörg æfingaprógröm eiga það sameiginlegt að þau virka aðeins sem skammtímalausn. Þú byrjar hjá þjálfara eða á ákveðnu prógrami, gengur mjög vel yfir tímabilið en endar svo á byrjunarreit 2-3 mánuðum seinna.
Strangar og hamlandi aðferðir
Þú ert látin fylgja mjög ströngu mataræði sem er engan vegin hægt að fylgja til lengdar. 2-3 mánuðum seinna ertu á sama stað og þú byrjaðir því að þú hefur ekki fengið neina fræðslu eða þau tæki og tól til þess að ná langtíma árangri.
Ósjálfbært næringarplan
Þér er sagt nákvæmlega hvað þú átt að borða og hversu mikið af því. Algjörlega hunsað hvort þér líki við þann mat sem þú ert látin borða eða hvort þú getir yfir höfuð fylgt mataræðinu. Við vitum bæði að engin er að fara borða svona yfir lengri tíma.
Vísindalegar aðferðir
12 vikna mótun styðst við vísindalegar aðferðir með það að markmiði að auka styrk & vöðvauppbyggingu, úthald og snerpu.
Skipulag og skýr stefna
Prógrammið gerir ráð fyrir stigvaxandi álagi með léttum vikum inn á milli. Þessi aðferð hefur sýnt fram á mestan árangur við að byggja upp styrk og vöðvamassa, með minnstu meiðsla áhættuna.
Upphitun
Prógramið inniheldur greinargóða upphitun svo þú getir verið viss um að þú sért klár í æfinguna og munir að öllu líkindum ekki meiðast.
Næringarráðleggingar sem hægt er að fylgja
Næringaþjálfuninn er sniðin algjörlega að þér. Ég fer yfir hvernig neysluhegðun þín er og sé þannig hvað þú þarft að bæta eða breyta. Engar öfgar eða aðferðir sem þú getur ekki fylgt til lengri tíma.

Munurinn á 12 vikna mótun: styrkur og brennsla og öðrum æfingaprógrömum
Sjá árangurinn sem iðkendur mínir hafa náð















Svona er prógrammið uppsett
Þar sem 12 vikna mótun: Styrkur og brennsla, er sérstaklega hannað til þess að þú náir að verða sterkari, bæta þol og fitubrennslu, er skipulag og strategía lykilatriði svo þú náir árangri. Svona líta fyrstu fjórar vikurnar út.
Vika 1 & 3:
-
Upphitun fyrir þá vöðvahópa sem taka þátt í æfingu hvern dag fyrir sig.
-
Styrktaræfingar 5x í viku með fókus á vöðvavinnu í lengingu, Æfingar fyrir mjaðmir og fætur eru 3x í viku, með einn hvíldardag á milli. Æfingar fyrir efri líkama eru 2x í viku, með einn hvíldardag á milli.
-
HIIT intervöl 3x í viku.
-
Teygjur til að fyrirbyggja meiðsli, auka blóðflæði til vöðva og flýta fyrir recovery.
Vika 2 & 4:
-
Upphitun fyrir þá vöðvahópa sem taka þátt í æfingu hvern dag fyrir sig.
-
Styrktaræfingar 5x í viku með fókus á vöðvavinnu í lengingu. Æfingar fyrir mjaðmir og fætur eru 2x í viku með einn hvíldardag á milli. Æfingar fyrir efri líkama eru 3x í viku með einn hvíldardag á milli.
-
HIIT intervöl 4x í viku.
-
Teygjur til að fyrirbyggja fyrir meiðsli, auka blóðflæði til vöðva og flýta fyrir recovery.

Innifalið í prógraminu er
Sjáðu hvað fólk hefur að segja

Um mig
Áhugamál
Ég heiti Atli og hef stundað ýmsar íþróttir frá barnsaldri og er heilsuefling og líkamsrækt með helstu áhugamálum mínum. Frá sjö ára aldri hef ég stundað áhaldafimleika og byrjaði ég að æfa hjá meistaraflokki Gerplu á unglingsaldri allt til dagsins í dag.
Menntun & reynsla
Vorið 2021 útskrifaðist ég með B.Sc. gráðu í íþrótta- og heilsufræði frá Háskóla Íslands, þar sem ég öðlaðist djúpa þekkingu á þjálfunarlífeðlisfræði, hreyfifræði og árangursmiðaðri þjálffræði. Ég starfaði um stund hjá Greenfit við heilsufarsmælingar og ráðgjöf, þar sem ég notaði vísindalega nálgun til að hjálpa viðskiptavinum að ná heilsufarslegum markmiðum sínum. Ég hef einnig starfað við hóp- og einstaklingsþjálfun, sem og leiðsögn í tækjasal hjá Ljósinu og Trainstation, þar sem ég hef náð árangri með mörgum einstaklingum af öllum getustigum.
Markmið
Aðalmarkmið mitt er ekki einungis að bæta líkamlegan árangur, afkastagetu, útlit og vellíðan, heldur einnig að bæta venjur þínar svo að þú náir varanlegum árangri . Einnig legg ég áherslu á að gera líkamsrækt og heilsueflingu að hluta af lífsstíl, ekki einungis “eitt af því sem þú þarf að gera”. Til þess að ná þeim markmiðum tel ég að líkamsrækt og heilsuefling þurfi að vera skemmtileg og spennandi. Ástæðan fyrir því að þetta er markmið mitt er vegna þess að í dag er vinsælt að vera í einhverskonar sérstöku átaki eða sérstöku mataræði til að ná árangri. Staðreyndin er að í lang flestum tilfellum virka þessi átök eða kúrar ekki til lengri tíma. Til eru miklu einfaldari og skilvirkari aðferðir. Með minni menntun og reynslu get ég aðstoðað þig við að finna auðveldari og skilvirkari leiðir til að ná árangri sem endist og bæta lífsgæði þín til framtíðar.
12 vikna mótun: styrkur og brennsla er fyrir þig ef þú uppfyllir neðangreind atriði
✔️ Þú hefur tök á að æfa að minstakosti 4x í viku og í mesta lagi 6x í viku
✔️ Þú hefur tök á að æfa í 1 klst í hvert skipti
✔️ Þú æfa hjá þjálfara sem er með staðfesta reynslu og þekkingu.
✔️ Þú vilt bæta styrk og vöðvamassa, þol og snerpu, jafnframt líkamlega og andlega heilsu.
✔️ Þú vilt sjá á svörtu og hvítu hvað í mataræðinu þínu er að koma í veg fyrir að þú náir markmiðum þínum.
✔️ Þú vilt æfa eftir aðferðum sem hafa sannað sig.
✔️ Þú hefur aga og metnað til að fylgja fyrirmælum.
✔️ Þú ert tilbúin til að skrá niður mataræðið þitt í 3 vikur
✔️ Þú hefur stundað íþróttir eða líkamsrækt áður.
12 vikna mótun: styrkur og brennsla er ekki fyrir þig ef neðangreind atriði eiga við
❌ Þú býrð til afsakanir til þess að sleppa við að æfa og skrá mataræðið þitt.
❌ Þér er ekki alvara með að ná árangri.
❌ Þú ert að leitast eftir næringarkúr.
❌ Þú ert að leitast eftir skyndilausn.
❌ Þú hefur ekki tíma til að æfa 4x í viku.
❌ Þú ert að leitast eftir einka- fjarþjálfun.
❌ Þú hefur aldrei stundað líkamsrækt eða íþróttir áður.
Ef þú ert að leitast eftir einka-fjarþjálfun, og/eða ert að taka þín fyrstu skref í líkamsrækt, smelltu þá á “Skrá mig í einka-fjarþjálfun” hnappinn

Er þetta rétta prógrammið fyrir mig?
-
Hversu miklum tíma þarf ég að verja í ræktina?Þessi áskorun miðast við að hver æfing taki um 1 klst.
-
Hversu marga daga vikunar eru æfingar?Hver vika inniheldur 6 æfingadaga, en áskorunin hentar þér alveg jafn vel ef þú getur mætt 4 eða 5x í viku yfir þessar 12 vikur.
-
Ég hef áhuga en sé ekki fram á að ég geti mætt 4x í viku eða oftar, ertu með eitthvað annað prógram fyrir mig?Ef þú hefur ekki tök á að mæta 4x í viku eða oftar getur þú skráð þig í einka-fjarþjálfun með því að smella á “skrá mig í einka-fjarjálfun” hnappinn fyrir neðan. Þar bý ég til æfingaáætlun sérsniðin að þínum þörfum og getu.
-
Get ég fylgt þessu prógrami ef ég hef ekki stundað líkamsrækt reglulega?Þetta prógram hentar best fyrir þá sem hafa stundað líkamsrækt áður. Ef þú ert byrjandi mæli ég með því að þú skráir þig í einka-fjarþjálfun. Þar bý ég til æfingaáætlun sérsniðin að þínum þörfum og getu. í einka-fjarþjálfuninni færðu meiri og persónulegri þjónustu og leiðsögn frá mér samanborið við önnur prógröm sem ég er með.
-
Er matarprógram innifalið?Þetta prógram er ekki hugsað sem næringarkúr þar sem ég segi þér nákvæmlega hvað þú átt að borða og hversu mikið af því upp á grammið. Í staðin þá leiðrétti ég mataræðið þitt eins og það er frá degi til dags, og kem með atriði sem þarf að bæta eða vinna í. Þessi aðferð hefur sýnt fram á mun betri langtíma árangur.
-
Hvað gerist ef ég næ ekki markmiðum mínum?Ef þú fylgir prógraminu samviskusamlega en sérð ekki bætingar í styrk, úthaldi, vöðvamassa, sjálfstrausti ásamt líkamlegu og andlegu heilbrigði, þá færðu 100% endurgreiðslu.

Frí prufuvika og 100% endurgreiðsla ef þú nærð ekki árangri
Ertu óviss hvort þetta sé fyrir þig? Ef svo er vil ég gefa þér eina viku frítt. Þannig sjáum við hvort við vinnum vel saman.
Ekki nóg með það. Ég er líka tilbúinn að gera díl við þig.
Ef þú ferð samviskusamlega eftir öllum ráðleggingum sem ég gef þér og fylgir æfingarprógraminu en getur ekki sagt að þú hafir náð bætingum í einhverjum, ef ekki flestum neðangreinda þátta eftir þjálfunartímabilið.
✔️ Aukinn styrkur
✔️ Meira úthald
✔️ Bætt andleg og líkamleg heilsa
✔️ Meira sjálfstraust
✔️ Bætt líkamlegt útlit
✔️ Færð hrós fyrir ofangreinda þætti
Þá færðu 100% endurgreiðslu (mælingar eru óendurgreiðanlegar)
Engin skuldbinding. 100% endurgreiðsla ef þú nærð ekki árangri.
