

Um þjálfaran
Áhugamál
Ég heiti Atli og hef stundað ýmsar íþróttir frá barnsaldri og er heilsuefling og líkamsrækt með helstu áhugamálum mínum. Frá sjö ára aldri hefur ég stundað áhaldafimleika og byrjaði að æfa hjá meistaraflokki Gerplu á unglingsaldri allt til dagsins í dag.
Menntun & reynsla
Vorið 2021 útskrifaðist ég með B.Sc gráðu í íþrótta- & heilsufræði frá Háskóla Íslands. Haustið 2021 hóf ég störf hjá Greenfit við heilsufarsmælingar og ráðgjöf. Fyrri störf eru m.a. hóp & einstaklingsþjálfun og leiðsögn í tækjasal hjá Ljósinu og Trainstation. Auk þess hef ég góða reynslu sem þjálfari í fimleikum.
Markmið
Aðalmarkmið mitt er ekki einungis að bæta líkamlegan árangur, afkastagetu, útlit og vellíðan, heldur einnig að bæta venjur og hugræna þætti iðkenda minna. Einnig legg ég áherslu á að gera líkamsrækt og heilsueflingu að hluta af lífsstíl, ekki einungis “eitt af því sem maður þarf að gera”. Til þess að ná þeim markmiðum tel ég að líkamsrækt og heilsuefling þurfi að vera skemmtileg og spennandi. Ástæðan fyrir því að þetta er markmið mitt er vegna þess að í dag er vinsælt að vera í einhverskonar sérstöku átaki eða sérstöku mataræði til að ná árangri. Staðreyndin er að í lang flestum tilfellum virka þessi átök eða kúrar ekki til lengri tíma. Til eru miklu einfaldari og skilvirkari aðferðir.
Árangur iðkenda









Þjálfunin er fyrir þig ef:
✅ Þú vilt aukinn styrk, snerpu, þol eða meiri vöðvamassa
✅ Tilbúin/nn að æfa 4x í viku eða oftar
✅ Tilbúin/nn að vikta og skrá mataræðið þitt í 1 mánuð
Þjálfunin er ekki fyrir þig ef:
❌ Þér er ekki alvara með að ná árangri
❌ Þú vilt fá "quick fix"
❌ Þú ert að leitast eftir næringarkúr
Sérhæfing
Helsta þekking Atla hvað varðar líkamsrækt eru styrktaræfingar með eigin líkamsþyngd en einnig hefur hann góða þekkingu af hefðbundinni styrktarþjálfun í tækjasal, snerpuþjálfun, liðleikaþjálfun og þolþjálfun.

Er Þjálfunin fyrir mig?
Ferlið
Skráning
Þú byrjar á að skrá þig með því að ýta á "Skrá mig" hnappin efst á síðunni. Þar velur þú þá þjónustu sem þú vilt fá. Eftir það fyllir þú út spurningalista og sendir mér
Fundur & greining
Eftir skráningu tökum við stutt spjall þar sem farið verður nánar yfir ýmsa þætti tengt þjálfuninni. Ásamt að greina líkamlegt ástand og markmið til þess að þjálfunin skili sem bestum árangri
Æfingaáætlun
Sérsniðuð æfingaáætlun verður gerð eftir þínum persónulegu þörfum og markmiðum ásamt þjálfun og ráðleggingum tengt mataræði, neysluhegðun og hugrænni þjálfun. Þú færð aðgang að æfingaappi þar sem þú getur séð myndbandsupptökur af æfingunum
Eftirfylgni
Tekið verður stöðumat 1x í viku. Þú getur nálgast þjálfarann hvenær sem er gegnum æfingaappið. Þjálfarinn ræðir við þig um hvernig hefur gengið og tekið verður tillit til þess við skipulag og framkvæmd æfingaáætlunar.
Endurkoma
Undir lok þjálfunarinnar verður farið yfir hvernig gengið hefur að ná markmiðum þínum, hvað gekk vel og hvað hefði betur mátt fara. Í framhaldinu ákveður þú hvort þú viljir skrá þig aftur í þjálfun. Ef þú ákveður að skrá þig aftur færð þú 10% afslátt.